Lífið er ljúft hér í Svíaríki. Liseberg tekin með trompi í gær. Vöknuðum snemma í morgunmat. Öll þrjú liðin kepptu í morgun. 16 ára liðið lék gegn Ramlösa Södra og töpuðuð 1-3. Strákarnir stóðu sig engu að síður vel en nýttu færin illa og fór m.a. víti forgörðum. Doddi skoraði stórglæsilegt mark úr aukaspyrnu af löngu færi.
FH 2 (A-liðið á yngra ári) lék gegn Linköping og unnu 3-0. Strákarnir léku mjög vel og hefðu hæglega geta unnið stærri sigur. Jón Már, Ingvar og Tindur skoruðu mörkin.
FH 1 (B-liðið á yngra ári) vöknuðu við fyrsta hanagal enda áttu þeir talsvert ferðalag fyrir höndum en þeir léku á Slottskogvallen gegn Hisingbacke FC en töpuðu 1-6. Strákarnir byrjuðu illa í leiknum en uxu ásmegin eftir því sem leið á leikinn en biðu sem fyrr segir lægri hlut fyrir sterku liði. Oliver skoraði mark FH er hann fylgdi vel á eftir skoti Arnars Steins.
Annars er allt gott að frétta. Allir heilir heilsu og hressir. Í kvöld eru svo opnunarhátíðin á Gothia-cup 2010 og að sjálfsögðu verðum við á hinum glæsilega Nýja-Ullevi leikvangi.
Með kveðju frá Gautaborg.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment