Sl. föstudag léku A- og B-liðin gegn Keflavík á Íslandsmótinu.
Keflvíkingarnir unnu 0-1 í leik A-liðanna með marki sem þeir skoruðu um miðjan seinni hálfleik. Mér fannst við sterkari aðilinn í leiknum og það var fyrst og fremst verulega slæm nýting á færum sem varð okkur að falli. Leikur liðsins er að þróast vel, vörnin var þétt, dekkningin fín og við náðum ágætum spilköflum. Það sem vantaði uppá fyrir utan að nýta færin var að okkar vængmenn + Flóki máttu vera fljótari að koma sér framar á völlinn þegar við vorum að sækja. Eins vantaði ákveðna þolinmæði þegar við lentum undir, fórum að flýta okkur of mikið.
Eftir fyrstu tvær umferðirnar gætum við hæglega verið með 6 stig en ekki 1, það hefði ekki verið óeðlilegt miðað við gang leikjanna. En það er ekki spurt að því í fótbolta, þetta snýst um það að vinna leikinn! Nú þurfum við að koma vel samstilltir gegn Fylki, vera grimmir, skora mörk og vinna.
B-liðið vann hinsvegar 1-0. Liðið átti ótal færi í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik markalaus. Það var hinsvegar Tindur Orri Ásbjörnsson sem braut ísinn um miðjan seinni hálfleik og innsiglaði góðan sigur í fyrsta leik B-liðsins á Íslandsmótinu. Mér fannst þetta nokkuð góður leikur en eins og hjá A-liðinu var nýtingin á færunum mjög slök. Þetta er greinilega atriði sem við þurfum að æfa betur.
Í gærkvöldi keppti svo C-liðið fyrsta leikinn á Íslandsmótinu gegn Fylki í Árbænum. Það er skemmst frá því að segja að við unnum góðan sigur 0-4 eftir að við vorum 0-3 yfir í hálfleik. Brynjar Smári Elvarsson fór á kostum og skoraði öll mörk FH. Þetta var fínn leikur hjá strákunum. Við vorum fastir fyrir í vörninni og spiluðum einfaldan og árangursríkan fótbolta. Menn notuðu fáar snertingar og við nýttum okkar hraðan á mönnum eins og Brynjari og Úlfari frammi.
Það er eitt atriði sem ég er sérstaklega ánægður með. Það er hversu vel þessar æfingar með Tommy Nielsen þar sem við erum að æfa færslur í vörninni hafa skilað sér. Ég sé mikla framför hjá varnarlínunni í öllum liðum, menn eru vel vakandi og kíkja í kringum sig og athuga staðsetningar. Við erum ekki gefa höggstað á okkur. Traustur varnarleikur er góður grunnur að byggja á og vonandi höldum við áfram á þessari braut.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
kemst því miður ekki á æfingu i kvöld.
ReplyDeleteOliver