Sunday, May 30, 2010

Dagskrá vikunnar

Dagskrá vikunnar er hér kominn til hliðar. Eins og þið sjáið eigum við að leika við Fylki í A-, B- og C-liðum.

Á fimmtudaginn ætla fjölskylda, félagar og vinir Orra Ómarssonar heitins að gera sér glaðan dag á afmælisdaginn hans, 3. júní, og ganga saman í Lambafellsgjá á Reykjanesi. Við ætlum að hittast kl. 17 í Kaplakrika og fara svo á bílum suður á Reykjanes. Ég sendi foreldrum ykkar póst um að þetta stæði til og mun senda aftur á morgun til að minna á því ég vona að allir leikmenn og sem flestir foreldrar sjái sér fært um að koma. Endilega talið ykkur saman að vera saman í bílum.

Fjölskylda Orra ætla að bjóða upp á samlokur og jafnvel hið sívinsæla pólska súkkulaði Prince Polo. Við verðum komin til baka upp úr 7 og þá er tilvalið að skella sér á leik Breiðabliks og FH í Visa-bikarnum sem hefst kl. 20:00 á Kópavogsvelli.

7 comments:

  1. kemst ekki á æfingar á mánudaginn og þriðjudaginn vegna útskriftarferðar.

    ReplyDelete
  2. Já ég veit af útskriftarferðunum í Víðó, Lækjó og Setó. Góða skemmtun og þið komið ferskir á æfingu á miðvikudagskvöldið!

    ReplyDelete
  3. ætla að hvila æfinguna í kvöld, er ehv slæmur í ökklanum eftir keflavík leikinn, vil ekki missa af fylki.
    -Jón Arnar Jóns

    ReplyDelete
  4. ég ætla líka að hvíla æfinguna í kvöld, meiddi mig smá í ökklanum á móti keflavík.
    -Andri

    ReplyDelete
  5. kem ekki á æfingu er að fara í leikhús

    kv Ingvar

    ReplyDelete
  6. kem ekki á æfingu á mánudag er meiddur á náranum
    -Siggi Th

    ReplyDelete
  7. kem ekki að horfa á æfingu á eftir

    ReplyDelete