Sunday, November 22, 2009

Tap og sigur á Nesinu

Á fimmtudag lékum við gegn Gróttu í A- og B-liðum.

Grótta - FH A-lið 3-1 (3-0) Flóki.

Liðið: Jói, Dagur, Danival, Jón Arnar, Emil, Alex, Doddi, Andri, Ingvar, Aron Elí, Brynjar, Kristján Flóki, Jakob og Aron Kristján.

Kvöldin eru kaldlynd út á Nesi söng Megas á sinni fyrstu plötu... Það má svo sannarlega segja að þetta kvöld hafi verið kaldlynt fyrir A-liðið því þeir biðu lægri hlut fyrir Gróttumönnum.

Við töluðum um það fyrir A-leikinn að í þessum leikjum í haust þá hefðum við sýnt það að við gætum unnið öll þessi lið á góðum degi en einnig tapað fyrir þeim ef við værum ekki á tánum. Því miður vantaði talsvert upp á í þessum leik að menn væru virkilega tilbúnir að berjast og hafa fyrir hlutunum. Við vorum 3-0 undir eftir 25 mínútur eftir að hafa fengið á okkur tvö mörk eftir hornspyrnur. Við skiptum 3 varamönnum inn á strax og það verður að segjast að þeir Aron K, Flóki og Jakob komu með aukinn kraft og baráttu í liðið.

Ykkur til hróss þá var seinni hálfleikur mun betri. Flóki minnkaði muninn í 3-1 eftir hlé og við fengum þó nokkur tækifæri til að skora fleiri mörk en það gekk ekki eftir. Sú pressa sem við höfum náð fyrstu 25 mínúturnar í seinni hálfleik fjaraði út þegar annað mark lét á sér standa. Strákar! leikurinn er a.m.k. 80 mínútur og það tekur örfáar sekúndur að skora. Aldrei að hætta fyrr en dómarinn flautar af! Mér fannst einfaldlega vanta meiri ákefð í að láta kné fylgja kviði. Ef við hefðum sett mark númer 2 er pottþétt að við hefðum náð að jafna.

En við getum lært margt af þessum leik. Dekkning og árvekni í að verjast hornspyrnum og aukaspyrnum er atriði sem við þurfum og munum fara vel yfir. Annað atriði er það grundvallaratriði að tala og berjast inn á vellinum fyrir hvern annan. Það á að vera heiður að gefa allt í leikinn og berjast fyrir liðið sitt, ef við brettum upp ermarnar og höfum fyrir hlutunum varnarlega þá gerir það okkur lífið mun léttara sóknarlega.

Grótta - FH B-lið 2-4 (2-1) Siggi K 2, Tindur 1, Siggi T 1.

Liðið: Halldór, Gulli, Brynjar Geir, Biggi Hösk, Snorri, Böðvar, Anton Ingi, Tindur, Siggi Thorst, Siggi K, Siggi Bond, B. Sig og Þorgeir.


B-liðið tryggði sér sigur á Faxaflóamótinu með góðum 2-4 sigri. Sigurður Þór Thorsteinsson náði forystunni en Grótta jafnaði og komust svo yfir á 34. mínútu. Við vorum frekar slakir í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var miklu betri. Tindur náði forystunni þegar hann skoraði af harðfylgi og nafnarnir Siggi K og Siggi Thorst. bættu við sitt hvoru markinu og góður sigur í höfn.

No comments:

Post a Comment