
Breiðablik 2 - FH 2 B-lið í Fífunni. 3-4 (1-3) Arngrímur 2, Hlynur 1 og Brynjar Örn 1.
Liðið: Kristófer, Gunnar Davíð, Þorgeir, Hlynur Smári, Guðmundur Orri, Siggi Thorst., Arnar Steinn, Brynjar, Arngrímur, Brynjar Smári, B. Sig, Þorlákur, Gunnar Ari, Oliver, Svavar og Goði.
FH-strákarnir fóru ferð til fjár í Fífuna í kvöld þegar þeir sigruðu Blika 3-4 í æsispennandi leik. FH-ingar komust í 0-2 með mörkum frá Arngrími sem virðist ekki mega koma inn á knattspyrnuvöll án þess að þenja netmöskvana og Hlyni Smára. Blikar minnkuðu muninn í 1-2 en Brynjar Örn jók forskotið í 1-3 fyrir hálfleik. Blikar voru ekki af baki dottnir því þeir náðu að jafna leikinn 3-3 og allt á suðupunkti.
Þegar 10 mínútur voru til leiksloka átti Birgir Þór Sigurðsson góða stungusendingu á Sigga Thorst. sem braust af harðfylgi upp að endamörkum og sendi fastan bolta fyrir markið og hver var þar mættur? Jú auðvitað Arngrímur sem stýrði boltanum í netið af stuttu færi og skoraði sigurmarkið 3-4. FH-ingar fengu nokkur færi til að gera út um leikinn, Gunnar Ari átti gott skot sem markvörður Blika varði glæsilega í stöng og Oliver komst einn í gegn en aftur sá markvörður Blika við FH-ingum.
Í uppbótartíma munaði hinsvegar minnstu að þeir grænu jöfnuðu leikinn er sóknarmaður Blika slapp einn inn fyrir annars góða vörn FH en Kristófer sýndi að hann var svo sannarlega betri en Engin (Engin İpekoğlu fyrrum markvörður Fenerbache og Tyrklands) er hann kastaði sér fyrir boltann og tryggði FH-ingum góðan sigur. Feita konan söng sitt lokalag og FH-ingar fögnuðu í leikslok.
Ég var mjög ánægður með ykkur í kvöld. Allir lögðu sitt lóð á vogarskálina, við lékum á köflum góðan fótbolta og uppskárum sigur á frískum Blikum.
Kemst ekki á æfingu i dag, er veikur.
ReplyDeleteKv. Arngrimur
Ég er meiddur og þarf að hvíla í 2 vikur var hjá sjúkraþjálfara og hann ráðlagði mér þetta. Mæti á eftir og horfi.
ReplyDelete-Aron Kristján