- Helgina 13.-15. maí munum við ásamt 3. flokki kvenna fara í æfingaferð til Þorlákshafnar. Þar fáum við afnot af góðri íþróttaaðstöðu; þremur grasvöllum, gervigrasvelli, íþróttahúsi og svo eru sundlaug og pottar.
- Við gistum í skólanum og svo fáum við kvöldmat á föstudegi, morgunmat, hádegismat og kvöldmat á laugardegi og svo morgunmat á sunnudegi. Okkur er sagt að maturinn sé bæði hollur og góður.
- Það er Ölfussport sem er að bjóða íþróttafélögum að koma í æfingaferðir og nýta sér þessa góðu aðstöðu í Þorlákshöfn. Hægt er að sjá myndir og upplýsingar á olfussport.is
Ferðin er hugsuð til að stilla saman strengi innan vallar sem utan. Það er ljóst að við munum sennilega æfa einu sinni á föstudegi, 1-2 á laugardegi og einu sinni á sunnudegi. Svo munum við kappkosta að gera eitthvað skemmtilegt þar fyrir utan.
komin smá spenna í hópinn núna það er á hreinu:)
ReplyDelete-Bond
en má vera bara leika sér á grasinu þegar að maður vill?
ReplyDeleteÞað mákoma undir nafni líka - Emil f
ReplyDelete