Monday, October 18, 2010

Styrktaræfingar í Hress

Nú er það komið á hreint að við verðum, rétt eins og síðasta vetur, í styrktaræfingum í salnum í Hress tvisvar í viku. Tímarnir eru á Þriðjudögum kl. 18:00 - 19:30 og fimmtudögum 19:00 - 20:30.

Við hlaupum úti stuttan upphitunarhring og svo verða æfingarnar stöðvaþjálfun þar sem áherslan er lögð á að vinna með eigin líkamsþyngd og teygja svo vel í lokin. Athugið að þið megið ekki vera í útiskóm inni í sal.

Rétt eins og í fyrra fáum við sérstakt tilboð. Við fáum 5 mánaða kort á 9.900 krónur. Hægt er að skipta greiðslum í 2 eða 3 hluta með euro/visa. Þið greiðið kortið í móttökunni í Hress á Dalshrauni, þau eru með nafnalista og láta ykkur fá kort.

Kortið gildir í Hress á Dalshrauni og á Ásvöllum og einnig í sundlaugina á Völlunum þ.a. þetta gæti nýst ykkur einnig utan æfingatíma.

Þeir sem eru að æfa handbolta geta fengið frí á þessum æfingum og tekið handboltaæfingarnar í staðinn.

Fyrsta æfingin í Hress er núna á fimmtudaginn kl. 19:00 - 20:30.

4 comments:

  1. foreldrar mínir eru í útlöndum svo að ég get ekki borgað kortið fyrr en eftir helgi.
    Hvað á ég þá að gera ?

    -Guðmundur Orri

    ReplyDelete
  2. Komdu bara, þú borgar bara eftir helgi.

    ReplyDelete
  3. kemst ekki á æfinguna á fimmtudaginn 21 október seinasta æfing fyrir leik í handboltanum

    Tómas Orri

    ReplyDelete
  4. kem ekki á æfinguna í hress (fimmtudaginn) handboltaæfing

    -Ellert

    ReplyDelete