Það var að detta inn fjáröflun á 17. júní sem við stukkum á. Við fáum 60.000 krónur sem fara í sameiginlega sjóðinn. Þeir sem eru að fara út úr bænum eru löglega afsakaðir en aðrir Portúgalfarar eiga að mæta. Endilega talið ykkur saman með far til og frá Laugardal þ.a. sömu foreldrarnir séu ekki bæði að keyra og sækja. Það er mæting kl. 9:45-10:00 og við erum búnir kl. 12:15.
Allar upplýsingar eru í textanum hér að neðan. Þið verðið að staðfesta þátttöku með því að skrifa athugasemdir á facebook-síðunni okkar.
Hlaupið byrjar kl. 11 sunnudaginn 17. júní. Mæting er við Mark/Start sem er rétt sunnan við knattspyrnustúkuna á Laugardalsvellinum milli kl. 9:45 – 10:00 (markið á ekki að fara fram hjá neinum). Umsjónarmaður brautarvörslu og marksvæðis er Ágúst Þorsteinsson og þarf að tilkynna sig til hans. Síminn hans er: 821-0113. Síminn minn er: 845-1600.
Strákunum verður fylgt á staðina sem þeir eiga að gæta og við verðum með lítinn bíl sem keyrir þá sem eru lengst í burtu. Allir fá kort af brautinni og sínum stöðum. Á staðnum verður útskýrt hvað þeirra hlutverk verður nákvæmlega. Eftir að síðustu hlauparar hafa farið hjá safna brautarverðirnir leiðaskiltum í formi Mikka mús og koma niður á marksvæðið. Þar aðstoða þeir við að tína upp rusl (aðallega plastmál). Eftir það er þeirra hlutverki lokið sem gæti orðið um 12:15.
Allir brautarverðir fá bol til eignar.
Það gætu orðið smá skúrir á sunnudaginn og því er gott að ítreka að strákarnir klæði sig vel, því þeir þurfa að líklega að standa í 1-1,5 klst í brautarvörslunni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment