Wednesday, June 20, 2012

Portúgal


Dagskrá

Föstudagur 22. júní – laugardagur 23. júní
21:00     Mæting í Kaplakrika
21:30     Rúta fer á Leifsstöð.
01:00     Fljúgum til Köben.
06:00     Lent í Köben.
14:40     Flogið til Lissabon
17:25     Lent í Lissabon
                Kvöldmatur – komið sér fyrir – svefn.

Sunnudagur 24. júní
Morgunverður – hádegisverður – kvöldmatur.
Nánasta umhverfið skoðað. Stefnum á að taka æfingu.

Mánudagur 25. júní
09:45     FH 16 - GDS Cascais (Portúgal)
11:00     FH 15 – Co Montijo (Portúgal)
21:00     Opnunarhátíð Ibercup um kvöldið.

Þriðjudagur 26. júní
08:30     FH 15 – Prilly Sports (Sviss)
09:45     FH 16 – COD United FC (Nígería)

Miðvikudagur 27. júní
08:30     FH 16 – Real Oviedo (Spánn)
09:45     FH 15 – Carlos Queiroz sports (Portúgal)
18:15     FH 15 – AFD Torre (Portúgal)

Fimmtudagur 28. júní
A-  og B- úrslit

Föstudagur 29. júní
A- og B-úrslit. Möguleiki á æfingaleikjum ef við höfum dottið út daginn áður.

Laugardagur 30. júní
Úrslitaleikir og lokahátíð.

Sunnudagur 1. júlí
Morgunverður
09:10     Flogið frá Lissabon.
13:55     Lent í Köben.
19:45     Flug til Íslands.
20:55     Lent á Íslandi.



Þegar við lendum í Kaupmannahöfn á leiðinni út þá getum við tékkað farangurinn strax í flugið til Lissabon. Að því loknu ætlum við að borða nestið og halda svo í miðborg Kaupmannahafnar og skoða okkur um. Við viljum að strákarnir hafi með sér gott nesti til að borða í morgunmat, t.d. 1-2 langlokur og ávexti. Það má ekki fara með vökva í flugvélina.

Við áætlum að fara með allan hópinn í miðbæjarferð til Lissabon þar sem við ætlum m.a. að skoða leikvanga stórliðanna Benfica og Sporting Lissabon. Við munum finna góðan dag sem hentar okkur,sennilega fimmtudag eða föstudag.

Við verðum í fullu fæði þá daga sem við erum í Lissabon. Fyrsta máltíðin er kvöldverður laugardaginn 23. júní  og síðasta máltíðin er morgunverður sunnudaginn 1. júlí. Þess á milli erum við í morgunmat, hádegismat og kvöldmat  og borðum í skólanum þar sem við gistum.

Við borgum lestarmiða fyrir hópinn í Kaupmannahöfn auk þess að kaupa vatn, ávexti, sjúkravörur og ýmislegt tilfallandi úr sameiginlega sjóðnum.


Gjaldeyrir, vegabréf, sjúkratryggingarkort:
Við höfum ekki sett neitt þak á þann gjaldeyri sem strákarnir hafa með sér. Við teljum hinsvegar æskilegt að gæta hófs í þeim efnum og teljum að sé hæfilegt að miða við að fara ekki yfir 30.000 krónur.
Fararstjórar geta geymt verðmæti; peninga, vegabréf og sjúkratryggingakort fyrir strákana en geta ekki geymt alla peningana fyrir hvern og einn. Flestir eiga strákarnir debetkort sem þeir geta notað og tekið út pening.
Það er æskilegt að foreldrar kaupi glæra plastvasa (litla) í Pennanum/Eymundsson annað hvort rennda eða með frönskum rennilási og setji í þá vegabréf, sjúkratryggingakortið og einhvern gjaldeyri ef um slíkt er að ræða. Þessi plastvasi afhendist fararstjórum í Kaplakrika og hann verður að vera merktur viðkomandi dreng.

Gott er að taka ljósrit af vegabréfinu, það getur hjálpað ef vegabréfið týnist.

Athugið að það er bannað að taka með sér tölvu og við geymum ekki I-pod, myndavélar eða síma. Strákarnir verða líka að passa sig á að vera ekki að nota netið í símanum  og slökkva á öllu sjálfvirku niðurhali annars gæti símreikningurinn orðið hár!

Farseðlar:
Við prentum út farseðla á öllum leiðum.


Gisting – samgöngur - leikir
Við gistum í S. Julião da Barra School (sjá kort á ibercup.com) og borðum þar allar máltíðir. Þaðan er 8 mínútna gangur á ströndina og 5 mínútna gangur á lestarstöðina þaðan sem við ferðumst á leikina. Strákarnir fá kort/armband sem gildir í allar samgöngur á mótsvæðinu.

Það er mjög heitt í Portúgal og spáð miklum hita í næstu viku. Venjulegur svefnpoki er of hlýr fyrir þessar aðstæður, betra er að taka t.d flísteppi eða lak. Þeir sem vilja leiga vindsæng úti þá kostar það 15 evrur en ef menn vilja leigja sér rúm (bedda) þá kostar það 60 evrur. Ef einhver ætlar að leigja vindsæng eða bedda þá þurfum við að vita það í síðasta lagi fimmtudaginn 22. júní.


Upplýsingar:
Foreldrar geta fylgst með gangi mála á heimasíðu mótsins ibercup.com, þar eru einnig að finna allar upplýsingar um mótið og kort. Að auki munum við koma með fréttir eftir föngum á fh3.blogspot.com og Facebooksíðu 3. flokks. Fararstjórar og þjálfarar munu fá sér símakort úti og munum við birta símanúmerin á áðurnefndum vefsíðum.

Sólarvörn, lyf ofl.:
Það er algjörlega nauðsynlegt að strákarnir hafi með sér nóg af sólarvörn (30-40) og aftersun. Við mælumst einnig til þess að þeir taki með sér derhúfu. Einnig eiga strákarnir að koma með merktan vatnsbrúsa. Það skiptir öllu máli að drekka nóg og passa sig á að brenna ekki!
Það er einnig gott að hafa með sér hælsærisplástra og ef þeir eru viðkvæmir fyrir moskítóbitum þá er got að hafa með sér krem við því.
Ef að strákarnir eru að taka einhver lyf sem þið viljið að við vitum af þá endilega látið okkur vita og eins ef þið viljið koma einhverju á framfæri við okkur.




Gátlisti (athugið að listinn er ekki tæmandi!).

Keppnistreyja – stuttbuxur – sokkar – legghlífar – takkaskór - vatnsbrúsi.

Sundbuxur – stuttbuxur – nærbuxur – sokkar -stuttermabolir - töflur – derhúfa - handklæði.

Léttur bakpoki

Sólarvörn – aftersun.

Vindsæng – teppi/lak – koddi – bangsi.

Tannbursti – tannkrem -  di-fi.

Vegabréf – sjúkratryggingakort - (ljósrit af passa).

Merktur plastvasi fyrir vegabréf, sjúkratryggingakort og gjaldeyri ef þið viljið láta geyma.

Veski

Sími (ef menn vilja).

No comments:

Post a Comment