Friday, May 4, 2012

FH-dagur á sunnudag


Eins og flest ykkar ættu að vita þá er næsti sunnudagur mikill FH dagur en þá fara fram í Kaplakrika tveir stórleikir, bæði í handbolta og fótbolta. Um er að ræða þriðja leik í úrslitaeinvígi FH og HK í handknattleik og fyrsta leik FH í Pepsi deildinni 2012 gegn Grindavík. Af þessu tilefni ákváðu handknattleiks- og knattspyrnudeild að slá saman í einn stóran FH dag í Krikanum. Nú er búið að setja upp glæsilega dagskrá en hún er svo hljóðandi:
14:45 – 15:45 – Grillið fer í gang – Hamborgarar og meððí - Spikfeit legend á grillinu
15:00 – 15:30 – Bjartmar Guðlaugsson á sviði í tengibyggingu
15:45 – 17:30 – FH vs HK
17:45 – 18:45 – Grillið fer í gang – Meiri hamborgarar og meððí - Mögulega enn feitari legend á grillinu
18:00 – 18:30 – Pollapönk fer í gang í tengibyggingunni.
18:30 – 18:45 – Guðlaugur Baldursson fer yfir leikinn.
18:30 – 19:00 – Knattþrautir í Risanum undir handleiðslu Krissa Curver
19:15 – FH vs Grindavík

Við vekjum athygli á því að Rio Tinto býður FH-ingum á leik FH og HK en einungis ef miðar eru sóttir milli kl. 11-13 í Kaplakrika á sunnudag.

No comments:

Post a Comment