Allir sem æfa knattspyrnu hjá FH verða að greiða æfingagjöld fyrir sumarönn 2012 í síðasta lagi þann 17. mars næstkomandi.
Greiðslumáti
1. Hægt er að greiða æfingagjöldin með kreditkorti í gegnum Nora kerfið www.fh.is/nori og dreifa greiðslum í allt að sex skipti.
2. Einnig má millifæra æfingagjöldin inn á reikning Barna- og unglingaráðs 0140-26-060100 kt. 570706-0120. Senda staðfestingu á skraning@fh.is
3. Hægt er að dreifa greiðslum með millifærslum með því að hafa samband við viðskiptabanka sinn og útbúa greiðsludreifingarsamning og láta þjónustufulltrúa senda póst þess til staðfestingar á skraning@fh.is
Æfingagjöld
Æfingagjaldið fyrir hvern einstakling má sjá inn á Nora. Upphæðin er mismunandi vegna Íbúagáttar (ekki allir skráðir) og systkinaafsláttar. Foreldrar sem eiga fleiri en tvö börn vinsamlegast hafið samband á skraning@fh.is þar sem Nora kerfið reiknar stundum rangan systkinaafslátt.
Vandræði með Nora eða annað
Ef einhver á í vandræðum með að skrá barnið sitt í Nora eða ganga frá greiðslum þá verða fulltrúar frá Barna- og unglingaráði í Krikanum laugardaginn 17. mars milli klukkan 12 og 14 og veita aðstoð.
Kveðja fyrir hönd Barna- og unglingaráðs FH
Thelma. (thelma@fh.is)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment