Friday, March 16, 2012

Komin drög að leikjaskrá sumarsins.

 Við eigum opnunarleik í Íslandsmótinu gegn Keflavík í A- og B-liðum þann 18. maí í Bítlabænum.

C-liðið hefur leik viku seinna þann 25. maí gegn strákunum frá héraði mjólkurafurða, dansvænnar tónlistar og hraðskreiðra bíla; Selfoss/Ægi.

Það má segja að við eigum sjónvarpsleikinn í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en þá eigum við heimaleik gegn annaðhvort ÍA eða Leikni. Stöð 2 Sport vinnur nú að því í samráði við KSÍ að flytja leikinn vegna Evrópukeppni FH-inga í Portúgal á sama tíma.

Sjá nánar hér: http://www.ksi.is/mot/motalisti/?flokkur=124&tegund=61&AR=2012&kyn=1

No comments:

Post a Comment