Þið fáið afhent yfirlit yfir mætingu í nóvember, desember og janúar í kvöld en áður höfðuð þið fengið fyrir október. Það vantar einhverjar æfingar inní sem virtust ekki hafa vistast í tölvunni en þetta er samt megnið af æfingunum og ætti að gefa fína heildarmynd.
Þið hafið langflestir mætt vel og eruð áhugasamir, nokkrir þurfa þó að herða sig. Að æfa með FH er ekki eins og að fara í félagsmiðstöðina bara þegar manni langar til. Þið hafið skyldur gagnvart liðsfélögunum að mæta á allar æfingar þó svo að auðvitað sé tekið tillit til veikinda, meiðsla eða t.d. ef það eru sérstakar uppákomur í skólanum s.s. árshátíð ofl.
Það gleður mig líka að sjá meidda leikmenn mæta á æfingar og horfa á. Þeir eru að gefa þau skilaboð til þjálfaranna að þeir séu í þessu af alvöru og metnaði og auk þess hefur þetta mjög jákvæð áhrif á hópinn.
Nokkrir eru með 100% mætingu á þessu tímabili (nóv.-jan.). En skv. mínum gögnum hafa tveir leikmenn mætt á hverja einustu hafa tveir leikmenn mætt á hverja einustu æfingu frá því æfingar hófust 1. október en það eru þeir Dagur Steinn og Leon. Nokkuð margir eru nálægt því að vera með 100% mætingu sem er frábært!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment