Sunday, January 29, 2012

Umgengni lýsir innri manni!

Við verðum að hrósa ykkur fyrir góða umgengni í klefanum á Ásvöllum í dag.

Við eigum að kappkosta sem lið að ganga vel um, hvar sem við erum, Við skiljum ekki eftir okkur rusl, matarleifar eða teip inn í klefa heldur göngum frá eftir okkur. Sömuleiðis eigum við að sýna félaginu þá virðingu að ganga snyrtilega frá treyjunum í búningatöskuna eftir leik því þær eru ekki ókeypis.

Við viljum að það orðspor fari af 3. flokki FH að við göngum vel um hvar sem við erum!

No comments:

Post a Comment