Þrír leikir í dag við frábærar aðstæður á Ásvöllum. A-liðið tapaði 1-3 fyrir Stjörnunni. Fyrri hálfleikur einkenndist af stöðubaráttu og var lítið um færi. Anton Gunnar Ingibergsson náði forystunni fyrir okkur um miðjan seinni hálfleik með góðu marki en Stjörnumenn jöfnuðu skömmu síðar. Skömmu fyrir leikslok fengum við gott færi upp við mark Stjörnunnar en tókst ekki að skora en Stjörnumenn fóru upp völlinn og skoruðu 1-2, þeir bættu svo við þriðja markinu með svo að segja síðustu spyrnu leiksins.
Það var ýmislegt jákvætt við leik liðsins og einstakra leikmanna en auðvitað er margt sem má bæta. Það helsta er að við þurfum að fá betri takt í uppspilið og eins þurfum við að vinna boltann framar á vellinum en þá er jú styttra í mark andstæðinganna. Við erum búnir að spila 4 leiki í Faxanum og tapa þremur jöfnum leikjum. Við þurfum að gjöra svo vel að læra að klára þessa leiki með sigri.
A2-liðið var gríðarlega mikið breytt. Það tók okkur dágóðan tíma að stilla saman strengina og við vorum heppnir að staðan var markalaus eftir fyrstu 20 mínúturnar. En smám saman unnum við okkur inn í leikinn og markamaskínan Anton Freyr Írisarson eftir góðan undirbúning Kormákur Ari Hafliðason. Í seinni hálfleik lá meira á okkur og allt útlit var fyrir að við innbyrtum sigur en í uppbótartíma fengu Selfyssingar víti. Kristófer Óttar Úlfarsson varði vítaspyrnuna glæsilega en Selfyssingurinn náði frákastinu og skoraði. Andartökum síðar flautaði góður dómari leiksins Anton Ingi Leifsson til leiksloka. Þetta var frábær barátta hjá okkur strákar en þetta er víst ekki búið fyrr en feita kona hefur sungið.
Þriðji leikurinn í dag var leikur B-liðsins gegn strákunum frá mjólkurbænum. Það er skemmst frá því að segja að við sáum ekki til sólar og töpuðum 0-7 en staðan í hálfleik var 0-3. Það sem við þurfum helst að bæta hjá okkur eru staðsetningarnar varnarlega. Það er alltof auðvelt að skora hjá okkur. Það má segtja að góður leikur Júlían Elí Steingrímsson í markinu hafi bjargað okkur frá stærra tapi. En þrátt fyrir stórt tap látum við ekki deigan síga heldur stefnum að því að bæta okkur og gera betur í næsta leik.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment