Til hamingju strákar, frábær baráttusigur og nú er það bara úrslitaleikur gegn Fjölni á mánudag.
Við vorum smátíma að koma okkur í gang en eftir það fór FH-maskínan að mala eins og latur köttur við heitan ofn. Við náðum smám saman takti í okkar leik og náðum yfirhöndinni. Ellert kom okkur yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks eftir góða sendingu frá bekkjarbróður sínum í 10.ÞÞ Antoni Gunnari.
Við byrjuðum seinni hálfleik af miklum krafti og áttum séns á að skora annað markið. Það tókst ekki og í staðinn jöfnuðu Fylkismenn. Næstu 20 mínútur voru mikill barningur og spilið datt aðeins niður. En Arnar Steinn kom okkur yfir þegar um 15 mínútur voru eftir þegar hann hamraði boltanum af harðfylgi yfir marklínuna. Það sem eftir lifði leiks börðumst við eins og ljón og uppskárum sætan og sanngjarnan sigur.
Dagskráin næstu daga er því þessi:
Laugardagur: Sund í Suðurbæjarlaug kl. 11:00. Fyrir 16-manna hópinn en að sjálfsögðu eru allir aðrir velkomnir. Syndum svona 250-400 metra og svo er það potturinn.
Sunnudagur: Æfing kl. 11:00 í Kaplakrika. (Allir)
Mánudagur: Úrslitaleikur!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment