Örstutt um leikina gegn ÍBV í síðustu viku.
A-leikurinn:
Eins og við lékum vel gegn Skaganum þá vorum við mjög slakir gegn ÍBV og vorum heppnir að vinna leikinn. Leti, vanmat og stemmningsleysi lýsa ágætlega því sem fram fór á vellinum. Sendingar voru slakar, við nýttum ekki dauðafæri og vorum steinsofandi í dekkningu í föstum leikatriðum.
Ykkur til hróss má segja að við náðum að snúa leiknum okkur í vil eftir að hafa lent undir og sýndum ákveðna seiglu að innbyrða sigurinn og það er góður eiginleiki. 3 mikilvæg stig komu því í hús en við sluppum með skrekkinn.
Ég vona að menn séu búnir að átta sig á því að við erum ekki það góðir að við getum mætt öðruvísi en algjörlega tilbúnir í leikinn. Tilbúnir að vinna saman sem lið og berjast um hvern einasta bolta.
B-leikurinn:
Við mættum ákveðnir og tilbúnir til leiks í B-leikinn og vorum 4-0 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur var í sjálfu sér ekki ósvipaður þeim fyrri nema við nýttum færin afar illa. Við fengum örugglega fleiri færi í seinni hálfleik en í þeim fyrri en nýtingin var mun verri. Eyjamenn skoruðu úr skyndisókn og minnkuðu muninn í 4-1 en Tindur innsiglaði sigurinn um 10 mínútur fyrir leikslok og góður 5-1 sigur því staðreynd.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment