Wednesday, May 11, 2011

Þorlákshöfn

Um helgina förum við í æfingaferð til Þorlákshafnar. Við gistum í grunnskóla Þorlákshafnar og þið þurfið að hafa svefnpoka/sæng og dýnu. Við förum með einkabílum þ.a. þið þurfið að tala ykkur saman og raða ykkur í bíla.

Dagskrá:

Föstudagur 13. maí
18:00 Mæting í grunnskólann í Þorlákshöfn. Þar komum við okkur fyrir.
19:30 Kvöldmatur.
Gönguferð - sund - frjáls tími

Laugardagur 14. maí
Morgunmatur - æfing - hádegismatur - æfing - kvöldmatur - kvöldvaka

Sunnudagur 15. maí
Morgunmatur - æfing -
13:00 Heimferð. Foreldrar sækja.

Þetta er dagskráin í grófum dráttum. Inn á milli gefst að sjálfsögðu frjáls tími. Við höfum afnot af sundlauginni og íþróttasal þ.a. það verður nóg að gera.
Við borðum á stað sem heitir Ráðhúsið og er í 3-4 mínútna göngufæri við skólann. Allir grasvellirnir og aðstaðan er við skólann. Við fáum búningsklefa fyrir okkur þar sem þið getið geymt íþróttadótið ykkar sem er mikill kostur, sérstaklega ef það rignir eitthvað.
Það væri skynsamlegt að taka með eitthvað nesti til að borða á milli mála s.s. ávexti, brauð, ávaxtasafa og að sjálfsögðu kókómjólk! Einnig megið þið að sjálfsögðu taka með ykkur aukapening til að kaupa ykkur eitthvað en þið ráðið því.

Ferðin kostar 10.000 krónur (verðtryggðar). Þið komið bara með pening og við rukkum ykkur við komuna í Þorlákshöfn. Innifalið í verðinu er sem sagt öll aðstaðan, gisting og matur.

Við þurfum að fá staðfestingu frá foreldrum/forráðamönnum að þið ætlið með. Sendið á egheitiorri@hotmail.com

Líf og fjör! Þetta verður klárlega ferð ársins! Spurning hvort Siggi Bond fari í verslunarmiðstöðina á Selfossi og versli aðeins :) Fínar útsölur þar.

8 comments:

  1. Siggi ferðast ekki án þss að verlsa sér einhvern fatnað

    -Böddi

    ReplyDelete
  2. ljósar gallabuxur, köflótta skyrtu og grænt d:fi eða ekki, ó, ó

    -Ingvar

    ReplyDelete
  3. Þarf maður að senda tölvupóst á orra til að staðfesta að maður komi ?? - Emil F

    ReplyDelete
  4. Já og líka hvort þú komir með takkaskó eða ekki.

    -Bond

    ReplyDelete
  5. Sælir
    Er búinn að finna eitthvað til í bakinu og fór á æfingu í morgun og er eitthvað slæmur núna... Ég ætla því að hlusta á rödd skynseminar svona korteri í mót og ætla að horfa á æfingu í kvöld.

    Kv. Gulli

    ReplyDelete
  6. er slæmur aftan í læri mjög líklega tognaður en kem og horfi á

    Kv. Benni Fannar

    ReplyDelete
  7. Ég horfi á í kvöld út af beinhimnubólgunni.

    -Úlfar

    ReplyDelete
  8. ég kemst ekki á æfingu þarf að passa litlu systur mína
    -Siggi Th.

    ReplyDelete