Tuesday, February 8, 2011

Ekkert útihlaup fyrir Hress á fimmtudag

Þessi hugmynd að hafa Eskimóabolta fæddist hjá strákunum í Lækjarskóla í morgun og mér fannst hún svo frábær þarna í logninu og púðursnjónum. Ég sá fyrir mér snjóinn þeytast undir stjörnubjörtum himni, hávær köll, hlátrasköll og heitt kakó í brúsa á eftir. Jafnvel eggjabrauð.

En skjótt skipast veður í lofti og himininn tók að grána og vind að hreyfa. Í kvöld var vart stætt en ég var ánægður hvað það mættu margir til í slaginn. Þetta veit á gott. Eins og ég sagði þá er sennilega betra að vera spila fótbolta í vondu veðri en að vera að berja ís af togara á Halamiðum. En þið eruð efni í togarajaxla.

Eftir 40 mínútur í Eskimóaboltanum þá fluttum við okkur inn í Risann og tókum Brazza með stelpunum í 3. flokki sem mynduðu eitt lið Bayern Munchen en fyrirliði þeirra var Viktoría van Bommel. Þemað var einmitt þýska deildin. Hoffenheim og Schalke 04 náðu sér ekki á strik en Werder Bremen gerði síðbúna atlögu að titlinum. Borussia Dortmund unnu hvern leikinn á fætur öðrum á Westfallen stadium en 15 sigurinn sem hefði tryggt þeim titilinn lét á sér standa og virtist sem þeir væru sprungnir á limminu. En þó fór það svo að lokum að þeir tryggðu sér góðan sigur.

Þetta skildi þó ekki vera fyrirboði um baráttuna í þýsku Bundesligunni þar sem einmitt Dortmund hefur forystu? Það skyldi þó ekki vera að Brazzabolti í 3. flokki gæfi betri vísbendingu en kolkrabbinn þýski og tíkin Pamela (hundur)?

Á fimmtudaginn er ekkert útihlaup fyrir Hress því þá er spáð kolvitlausu veðri og nú ætla ég að hafa vaðið fyrir neðan mig. Sá sem kemur fyrstur með skýringu á þessu orðtaki fær ís á næsta skemmtikvöldi.

5 comments:

  1. Að hafa vaðið fyrir neðan sig.

    Það kemur frá því í gamla daga , þegar ferðast var á hestum yfir vað (á), þá var farið með hestana hærra í vaðið því þeir gætu hrokist undan straumnum og þá er lægra til botns fyrir neðan þá eða : að hafa vaðið fyri neðan sig
    -Gulli

    ReplyDelete
  2. að vera varkár og passa sig
    -Siggi Th.

    ReplyDelete
  3. Að vera búinn að undirbúa málin vel, vera skipulagður, fara örugga leið.

    ReplyDelete
  4. Þetta er allt saman rétt hjá ykkur en Gulli var fyrstur með skýringuna og hlýtur því ís á næsta skemmtikvöldi.

    Kv. Ocho

    ReplyDelete