Monday, February 7, 2011

Breytingar á hópum

Eins og við sögðum ykkur á dögunum fannst okkur kominn tími á að hrista aðeins upp í hópaskiptingunni og færa leikmenn upp úr B-hóp í A-hóp. Bæði til að ná betra jafnvægi á fjöldann í hópunum og svo hefur eins og við vonuðumst eftir margir leikmenn í B-hóp verið að taka framförum og sýnt að þeir eiga erindi í A-hóp.

Að vel íhuguðu máli höfum við ákveðið að færa fjóra leikmenn í A-hóp; þá Anton Gunnar, Brynjar Örn, Gunnar Davíð og Sólon. Fleiri leikmenn komu sterklega til álita en við vildum ekki gera frekari breytingar að sinni til að viðhalda ákveðnu jafnvægi í B-hópnum.

Þessari bók hefur hins vegar ekki verið lokað og ef einhver leikmaður/leikmenn eru að standa sig sérstaklega vel þá erum við opnir fyrir því að flytja þá upp í A-hóp. Eins höfum við rætt það að það þurfi ekki vera skörp skil á milli hópanna. Við eigum t.d. örugglega eftir að boða 4-6 leikmenn úr B-hóp á æfingar hjá A-hópnum ef svo ber undir. En svona stendur þetta núna en ég minni á að það styttist í vorið og við förum að færa okkur meira út á gervigrasið og þá verða væntanlega einhverjar breytingar.

No comments:

Post a Comment