Saturday, January 22, 2011

Til foreldra

Fulltrúar foreldraráða yngri flokka FH hittu unglingaráð á fundi nýverið

vegna um 60% hækkunar á hlut foreldra á æfingagjöldum, sem er 20% hækkun á

heildar æfingagjöldum.


Svar frá unglingaráði

Skýringarnar sem unglingaráðið gefur okkur er að hækkunin stafi af hærri launakostnaði til

þjálfara þ.á.m. vegna “leiðréttingar”á launalækkun sem einhverjir tóku á sig árið 2008.

Einnig hefur orðið hækkun á ýmsum kostnaði s.s. innkaupum á boltum,

vestum, keilum ofl. sem snýr að rekstri deildarinnar.


Mikilvægt að skila leikmannasamningi

Á fundinum kom jafnframt fram að innheimta æfingagjalda sé einungis um

70%. Það er hagsmunamál allra foreldra að innheimtan sé góð. Foreldraráðin

ákváðu því að taka að sér að aðstoða unglingaráðið með að uppfæra

leikmannalistana og ítreka skil á leikmannasamningum. Allir sem æfa

verða að skila inn leikmannasamningi. Hér má sækja samninginn

http://www.fh.is/media/PDF/FHsamningur.pdf

en þegar búið er að fylla hann út þarf að skila honum til þjálfara.


Skráning í Íbúagátt lækkar greiðslu foreldra

Foreldraráðin ætla einnig að ítreka mikilvægi þess að skrá sig í

Íbúagáttina þrisvar á ári. Æfingagjald í 5. flokk er 50.000 krónur á ári

og greiðir foreldri 26.000 krónur til félagsins sem er innheimt samkvæmt

leikmanna- og foreldrasamningi. Þessi upphæð sem foreldrar greiða er

hins vegar háð því að foreldri skrái iðkanda í Íbúagátt Hafnafjarðar. Þá sækir

FH framlag bæjarins sem er 24.000 krónur, en ef iðkandi er ekki skráður í

Íbúagáttina þá verður upphæðin innheimt hjá foreldri.


Hlutur foreldra sem er skráður í Íbúagáttina = 26.000 krónur

Hlutur foreldra sem er EKKI skráður í Íbúagáttina = 50.000 krónur


Við hvetjum því alla til að skrá sig í Íbúagáttina. Næsta skráning er á

milli 1. til 15. febrúar.


Systkinaafsláttur

Veittur er systkinaafsláttur innan knattspyrnudeildarinnar sem er 50% á

fyrir annað barn en frítt er fyrir þriðja barn. Systkinaafslátturinn hefur

ekki verið mikið kynntur og því eru ef til vill einhverjir sem hafa ekki

fengið þann afslátt ef svo er má hafa samband við Unni, gjaldkera

unglingaráðs undir unnur@fh.is


Greiðsludreifing

Margir voru ansi ósáttir við að fá æfingargjöldin innheimt með

jólareikningnum. Við bendum því á að hægt er að fá vaxtalausa

greiðsludreifingu á æfingargjöldum. Vinsamlegast hafið samband við Unni ef

þið hafið áhuga á því; unnur@fh.is

Kveðja

foreldraráð

No comments:

Post a Comment