Sunday, January 30, 2011

Skin og skúrir

Við lékum þrjá æfingaleiki í dag. C-liðið hóf leik snemma í morgun gegn 4. flokki. Við vorum mun sterkari lið og unnum stórt held að það hafi endað 9-1 en það skiptir ekki öllu. Ég var ánægður með ykkur svona 45 mínútur af þessum 60. Síðasta korterið fannst mér við slaka á. Margir leikmenn áttu mjög góðan leik og sýndu hvað í þeim býr.

A-liðið lék svo gegn Þrótti í Laugardal. Fyrri hálfleikur var jafn, við vorum heldur sterkari og fannst meŕ afar klaufalegt hjá okkur að vera undir í hálfleik 3-1. Seinni hálfleikur var hins vegar afspyrnuslakur og úrslitin urðu 8-3 fyrir Þrótt.

B-liðið tapaði 4-1 eftir að það hafi verið jafnt 1-1 í hálfleik. Úrslitin gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins en það spyr enginn að því. Það var mjög margt jákvætt í leik liðsins en við megum klárlega nýta færin betur.

Það er tvennt ólíkt að spila alvöruleik 11 á móti 11 á stórum velli heldur en að vera í Risanum á litlu svæði.Við sáum það t.d. á því hvað við nýttum illa breidd vallarins, skiptum sjaldan á milli kanta o.s.fr.v. Við þurfum á því að halda að spila marga leiki og við munum gera það núna í vetur og vor. Það tekur tíma fyrir leikmenn að átta sig og finna taktinn og lið að mótast og slípast saman. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að bæta okkur mikið en við þurfum líka að vera meðvitaðir um það að við þurfum að vinna vel og vera einbeittir.

10 comments:

  1. kemst ekki á æfinguna í kvöld, er veikur :/

    -úlfar

    ReplyDelete
  2. Kemst ekki á æfinguna í kvöld :S er veikur :(
    - Goði

    ReplyDelete
  3. kem ekki á æfingu í kvöld er enþá veikur :/

    -oliver

    ReplyDelete
  4. kemst ekki i kvöld er að drepast i ökklanum

    svavar

    ReplyDelete
  5. ætla að hvíla í kvöld, einhver sársauki í fætinum, tók vel á afreksæfingu, mæti á Fimmtudaginn

    -Ingvar

    ReplyDelete
  6. kemst ekki í hress í dag er veikur


    Brynjar Örn

    ReplyDelete
  7. Kem ekki á æfingu í kvöld, er þreyttur eftir afreksskólann og er að fara á aðra æfingu á eftir
    Kv. Brynjar Geir

    ReplyDelete
  8. ennþá veikur :( komst ekki í dag
    - Goði

    ReplyDelete
  9. orri eg verð ekkert með þangað til á mánudaginn er að fara uppí bústað

    ReplyDelete