Fylkismenn komust yfir eftir nokkurra mínútna leik en vinstri útherjinn Gunnar Ari (hér eftir nefndur NANI) jafnaði leikinn stuttu síðar. Kristófer skoraði svo glæsilegt mark með þrumuskoti í samskeytin og inn og Gunnar Davíð kom svo FH í 3-1 er hann stakk sér laglega inn fyrir vörn Árbæjarliðsins. En þær appelsínugulu voru ekki af baki dottnir og jöfnuðu metin í 3-3 skömmu fyrir hálfleik. Máni endurheimti þó forystuna með góðu marki með síðustu spyrnu hálfleiksins.
4-3 í hálfleik fyrir FH.
Í seinni hálfleik skoruðu liðin tvö mörk hvort. Arnar Steinn fór úr markmannsstöðunni í senterinn og setti gott mark. Fylkismenn náðu þó að jafna í 5-5 en Goði skoraði sigurmarkið í leiknum þegar um 5 mínútur lifði leiks og tryggði góðan sigur FH.
Þar með lauk tímabilinu hjá C-liðinu í þessum skemmtilega leik.
No comments:
Post a Comment