Jæja strákar þá eru litlu kallarnir okkar í FH komnir í úrslit og eru menn gífurlega spenntir yfir leiknum á mánudaginn. Við í stuðningssveit FH ætlum að fjölmenna á Fjölnisvöll og ætlum við að taka rútu frá Kaplakrika. Rútan fer 16:30 frá Kapla og væru gott að vera mættir aðeins fyrir það.
Það væri geðveikt ef að menn gætu komið með eitthvað að heiman eins og lúðra, trommur, fána og eitthvað þannig og viljum við helst að menn mæti annaðhvort í FH treyju eða í svörtum FH galla.
Planið er að vera með hrikaleg læti og slá Fjölnismenn alveg út af laginu svo að okkar menn fái einn helvítis titil.
Auðvitað vonum við að sem flestir mæti og geri sér glaðan dag á Fjölnisvelli og ætlum við einu sinni að skapa eitthverja djöfulsins geðveiki á vellinum. Þetta á við alla þá sem eru ekki í hóp hvort sem að þeir hafa verið í A-liði, C-liði, meiddir eða í útlöndum...Þeir sem eru samt í útlöndum fá leyfi og það verður merkt M fyrir þegar menn mæta og S fyrir Seint og F fyrir fjarvist og verður það svo sent til skólana svo að menn verða að mæta ef að þeir vilja vera með góða mætingareinkunn.
Hver vill ekki vera fagnandi um rúmlega átta leytið á einhverjum helluðum veitingarstað á mánudag?
Með bestu kveðju frá Stuðningsmannastjóra FH
Virðingarfyllst
Aron „Refur“ Elí „Messi“ Helgason #13
snillingur.is
ReplyDeletekv jon mar