FH-liðið mætti til leiks vopnað vatnsmelónum. Eftir nokkurt vatnsmelónuát hófst leikurinn á iðgrænum aðalvelli Fjölnismanna. Bæði lið voru að þreifa fyrir sér í byrjun leiks og liðunum hélst frekar illa á boltanum, við vorum þó hættulegri aðilinn. Um miðjan fyrri hálfleik fékk FH aukaspyrnu um 25 metrum frá marki Fjölnis. Það er einfaldlega færi fyrir Kristján Flóka Finnbogason sem gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum efst í markhornið við mikinn fögnuð áhorfenda sem fjölmenntu á leikinn.
Eftir markið lá meira á okkur án þess þó að Fjölnismenn fengju opin færi. Brynjar Geir átti samt sem áður 1-2 mikilvægar tæklingar þegar Fjölnismenn voru við það að komast í færi. Við vissum það fyrir leikinn hvernig Fjölnismenn spila; að þeir myndu dæla boltanum fram en við vorum ekki að díla nógu vel við það. Við vorum ekki að vinna nógu marga bolta í loftinu og létum pressa okkur dáldið til baka. Fjölnir átti nokkuð margar hornspyrnur undir lok hálfleiksins en við náðum að verjast þeim. Við vorum samt hættulegir í skyndisóknum og þeir réðu illa við okkar sóknarmenn og við hefðum átt að bæta við marki.
En staðan í hálfleik 1-0 fyrir FH.
Í hálfleik fengum við okkur melónur og ræddum sérstaklega um tvennt. Í fyrsta lagi þyrftum við að díla betur við þessar háu sendingar. Varnarmenn og miðjumenn þyrftu að vinna fleiri bolta í loftinu. Í öðru lagi þyrftum við að muna af hverju við værum komnir svona langt og hverjir okkar styrkleikar eru; að halda boltanum og spila góðan fótbolta. Með öðrum orðum þyrftum við að vera hreyfanlegri og þora að halda boltanum.
Það er skemmst frá því að segja að seinni hálfleikur var virkilega góður af okkar hálfu. Við unnum nánast alla bolta og héldum boltanum miklu betur. Siggi Bond tryggði sigurinn með frábæru marki um 10 mínútur fyrir leikslok en við hefðum getað skorað mun fleiri mörk meðan Fjölnismenn, sem eru með gott lið og verðugir andstæðingar, virtust missa móðinn.
Fögnuðurinn var gríðarlegur þegar dómarinn flautaði til leiksloka og leikmenn stigu sannkallaðan regndans.
Við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum ekki að vera í aukahlutverki í sigurhátíð Fjölnismanna. Við værum komnir til að fara með bikarinn með okkur í Hafnarfjörð! Við einbeittum okkur bara að þessu eina verkefni að vinna leikinn og verða Íslandsmeistarar og það tókst. Við sýndum engan glansbolta í fyrri hálfleik en vorum samt þéttir og skoruðum mark og svo sprungum við út í seinni hálfleik, gerðum út um leikinn og unnum sanngjarnt.
Íslandsmeistaratitillinn í höfn og þið áttuð hann skilið. Í sumar spiluðuð þið mjög skemmtilegan og góðan fótbolta en sýnduð það líka að þið getið barist eins og ljón og unnið baráttusigra.
Ég var ánægður að sjá stráka sem höfðu átt í langvarandi meiðslum eins og Bödda og Ingvar koma sterka inn og ekki má gleyma því að Dagur Lár sem er einn af okkar bestu leikmönnum lék ekkert í sumar en var okkur innan handar á bekknum og mætti á flestar æfingar. Alveg til fyrirmyndar.
Að lokum verð ég að sjálfsögðu að minnast á þann frábæra stuðning sem við fengum. Það var frábært að sjá hversu margir leikmenn í 3. flokki komu og studdu liðið ásamt fullt af krökkum úr Hafnarfirði. Það var algjör snilld að sjá blysin í leikslok eins og á San Siro!
LIKE - á þetta blogg!
ReplyDeletekveðja, el capitano #17
Gott blogg.
ReplyDeletekv. Böddi
Vel gert Orri
ReplyDeleteKv. Ingvar
Flottur sigur hjá ykkur leikmönnum FH. Ber mikla virðingu fyrir ykkur að koma og klára leikinn með stæl og fara með bikarinn til Hafnafjarðar eins og ætlunarverk ykkar var. En verð samt að segja hve leiðinlegt það er fyrir ykkur strákana sem eru í B liðinu að það var skipt ykkur út síðustu 2 leikina í riðlakeppninni í íslandsmmótinu og sett nokkra A liðs menn inn á svo þið mundið komast áfram, samt unnum við ykkur þá, þá datt sigurinn okkar meginn en ekki í úrslitaleiknum sjálfum. Bara aumingjaskapur og leiðinlegt hja þjálfaranum ykkar að skipta út B liðs mönnum sem sýnir bara hve hann ber litla virðingu fyrir sumum leikmönnum í liðinu sem segir þá sjálf að þjálfarinn vill frekar sigra í staðin fyrir að leifa B liðs strákunum að klára verkið sitt sem þeir mundu öruglega gera. En aftur til hamingju með sigurinn. Flottur leikur hjá ykkur
ReplyDeleteKV Fjölnismaður.
Blessaður Fjölnismaður.
ReplyDeleteÉg legg það yfirleitt ekki í vana minn að svara nafnlausum athugasemdum. Það er til mikið af fólki sem finnst nafnleysið þægilegt á netinu. Þá er hægt að kasta hverju sem er fram án þess að þurfa að standa skil á máli sínu. En ég ætla að leiðrétta þessar rangfærslur frá þér. Sennilega hefðir þú aldrei skeiðað fram á ritvöllinn á heimasíðu 3. flokks FH með þessa vitleysu ef þú hefðir svo lítið sem kynnt þér málið. T.d. með því að tékka á leiksskýrslum KSÍ á netinu.
Liðið sem þú spilaðir við í úrslitaleiknum er nákvæmlega sama lið og þið kepptuð við í ágúst í Íslandsmótinu (og unnuð 4-6!) fyrir utan einn leikmann sem heitir Ellert Snær Lárusson og er fæddur '96 en hann var að spila með 4. flokki á sama tíma. Hér má sjá leiksskýrsluna á netinu http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=240429
Langflestir í þessu liði hafa verið kjarninn í B-liðinu í sumar. Þér til fróðleiks þá tókum við þá ákvörðun eftir Gothia-cup í júlí að seinni hluta Íslandsmótsins yrði A-liðið skipað eldraárs leikmönnum en B-liðið yngraárs leikmönnum og það hélst með örfáum undantekningum sem við þurftum að gera vegna meiðsla og fjarvera hjá eldra árinu sem er fámennt. Enginn eldraársleikmaður lék með B-liðinu eftir Gothia-cup.
Fullyrðingar þínar eru því einfaldlega rangar og vísað til föðurhúsanna.
Að lokum vil ég ráðleggja þér þetta: Ekki lepja upp hvað vitleysu sem er og fara með nafnlaust á næstu netsíðu. Farðu með rétt mál og skrifaðu undir nafni.
FH-strákarnir sem eru Íslandsmeistarar B-liða, hafa svo sannarlega unnið fyrir því sjálfir og eru sannir meistarar.
Flott Blogg Orri.
ReplyDeleteSorglegt væl hjá tapsárum Fjölnismanni.
BURN!!
ReplyDelete-Jón Arnar Jóns
hversu mikið rúst?
ReplyDeleteKv Böddi