Tuesday, August 31, 2010

Framhaldið

B-liðið er komið í undanúrslit eftir að hafa sýnt frábæran karakter og sigrað í síðustu tveimur leikjunum gegn Breiðabliki. Undanúrslitaleikurinn er eftir viku gegn Haukum á Ásvöllum.

A- og C-liðin hafa lokið keppni í Íslandsmótinu. Við ætlum að halda C-liða hraðmót, svo ætlum við að halda lokaslúttið okkar. Hugmyndin er að fara niður í smábátahöfn þar sem siglingaklúbburinn Þytur hefur aðstöðu, göslast aðeins á kæjökum og grilla síðan í Kaplakrika. Nánari dagsetning verður auglýst hér um leið og allt er komið á hreint en líklegast er það ekki fyrr en í næstu viku.

Því er eldra árið og C-liðið komið í stutt frí en við höfum hins vegar valið 18-manna æfingahóp til undirbúnings fyrir undanúrslitaleikinn:

Hópurinn: Halldór, Gulli, Jón Már, Brynjar Geir, Böðvar, Anton, Lárus, Ellert, Siggi Bond, Ingvar, Flóki, Tindur, Siggi K, Siggi Th, Stefán, Úlfar, Þorgeir, Kristófer og Arnar Steinn.

Æfingaplanið er hér til hliðar.

11 comments:

  1. eru hinir þá ekki a æfingum

    ReplyDelete
  2. bókuð veisla:)

    -Bond

    ReplyDelete
  3. Hvernig virkar þetta hraðmót ?

    ReplyDelete
  4. Nei aðrir eru komnir í frí. Við ætlum að einbeita okkur að þessu liði sem er komið í úrslit.

    ReplyDelete
  5. Er eitthvað meira komið um slúttið?

    ReplyDelete
  6. Orri er einhver séns að taka æfingsleik á móti val, það eru fullt af völsurum að skora á mig í skólanum

    Róbert Leó

    ReplyDelete
  7. Já,já ég er alveg til í það, þá bara eldra árið.

    Orri

    ReplyDelete
  8. verður ææfing uti i þessu veðri orri ?

    ReplyDelete
  9. kemst ekki á æfingu afþví ég er veikur
    -siggi k

    ReplyDelete
  10. Verður æfingin ekki inní RISA?
    JMF

    ReplyDelete