Tuesday, June 8, 2010

Te & rist

Eru einhverjir foreldrar til í að aðstoða við að sjá um te og rist í Kaplakrika fyrir A- og B-liðin á fimmtudagskvöldið? Í te&rist þarf brauð til að rista, te, smjör, ost, marmelaði, banana, appelsínur og ávaxtasafa. Þá ættum við að vera nokkuð seif. Tóti ætlar vera okkur innan handar og áhugasamir seti sig í samband við hann (866 7700).

A-liðið hittist þá kl. 18 og B-liðið kl. 19.00.

Leikmenn borga allan efniskostnað.

Þetta getum við gert einstöku sinnum í sumar. Gerum þetta líka næst þegar C-liðið á heimaleik.

Endilega tsékkið á foreldrum ykkar hvort þau séu til.

7 comments:

  1. Kem og horfi á æfingu á mrg. Bakverkurinn er kominn aftur og ég mun hvíla þangað til ég kemst til sjúkraþjálfara sem ætti að vera á næstu dögum og hann segir mér hvað ég á að gera en þangað til hvíli ég.
    - Dagur Lár

    ReplyDelete
  2. Kemst ekki á æfingu í dag og ekki Halldór Ingi líka því við erum alltaf að vinna til kl 2.

    ReplyDelete
  3. ÉG hélt að það væri fimmtudagur þannig að ég vissi ekki af æfingu :S

    ReplyDelete
  4. Orri..
    mamma er til í að hjálpa við þetta..
    þarf bara vita hvenær hún á að mæta og svona,

    kveðja toni leifs

    ReplyDelete
  5. Það er best að hún tali bara beint við Tota.

    ReplyDelete
  6. Fjölnir eru bestir og enginn getur unnið þá, nema með því að svindla

    ReplyDelete