Friday, May 21, 2010

Jafnt í Safamýrinni

Við gerðum jafntefli í fyrsta leik Íslandsmótsins gegn Fram í Safamýrinni. Brynjar Jónasson náði forystunni fyrir FH undir lok fyrri hálfleiks með skalla en Framarar jöfnuðu úr víti þegar svona 10-15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

Það tók okkur 15-20 mínútur að venjast vellinum og renslinu á boltanum en eftir það fannst mér við hafa fín tök á leiknum. Við leiddum eins og áður sagði 1-0 í hálfleik.

Því miður náðum við ekki að láta kné fylgja kviði í upphafi seinni hálfleiks, komum kannski of værukærir inn í hann. Við héldum boltanum ekki nægilega vel innan liðsins og menn tóku fullmargar snertingar á boltann í stað þess að dreifa honum út á kantana.

Við gerðum harða hríð að marki Fram síðustu 10-12 mínúturnar, Andri átti skot rétt framhjá stönginni, Doddi átti hjólhestaspyrnu í þverslánna og markvörður Fram varði víti þegar stutt var eftir.

Við getum því nagað á okkur handabökin eins og brenndar kótilettur. Þetta voru tvö stig töpuð það er klárt. En það góða við fótboltann að það er alltaf næsti leikur til að gera betur. Við tókum út svekkelsið á Prince of Persía eða Persíuprinsinum eins og ég held að myndin hljóti að vera þýdd. Tómas Howser kvikmyndamógúll flokksins gaf myndinni 2 og hálfa stjörnu á leið út úr bíósalnum. Næsta verkefni er gegn Keflavík á æfingasvæðinu í Kaplakrika.

Að lokum vil ég þakka Tóta fyrir að ná þessum góða díl fyrir flokkinn í bíóið.

No comments:

Post a Comment