Sunday, March 7, 2010

Mögnuð endurkoma hjá FH 2

Það var boðið upp á veislu þegar FH 2 tók á móti Stjörnunni 2 í Faxaflóamóti B-liða. Garðbæingar leiddu 0-3 í seinni hálfleik þegar FH-vélin fór í gang. Siggi Thorst. minnkaði muninn þegar hann fylgdi eftir vítaspyrnu sinni sem markvörður Stjörnunnar hafði varið. Arnar Steinn hleypti öllu í loft upp þegar hann skoraði annað mark skömmu síðar þegar hann snéri boltann efst í markhornið af 25 metra færi. Jöfnunarmarkið lá í loftinu og það kom í hús 5 mínútum fyrir leikslok þegar Brynjar Örn kastaði sér fram á fjærstöng og hamraði fasta hornspyrnu Sigga Th. í netið. Það sem eftir lifði sóttu liðin á víxl en 3-3 jafntefli niðurstaðan.

Ég verð að hrósa ykkur fyrir mikinn karakter að koma til baka úr svo erfiðri stöðu. Við lékum betur eftir því sem á leið leikinn og Halldór reyndist Garðbæingum erfiður ljár í þúfu.

1 comment:

  1. "Erfiður ljár í þúfu" er fyndnasta setning sem ég hef heyrt :')
    --AronElí

    ReplyDelete