Loksins, Loksins. Hin frábæra FH-ýsa komin í sölu!
Eins og venjulega er verðið mjög gott og stenst það fyllilega samanburð lágvöruverslana og er auðvitað mikið hagstæðara hjá okkur ef tekið er tillit til gæðanna.
Í ár verður boðið upp á tvenns konar verkunaraðferðir.Skila þarf pöntunum inn fyrir 8. Mars.
Lausfryst flök með roði og smábeinum við hnakkastykki í 5 kg. Kössum. Innkaupsverð er 450 kr.kg. eða 2.250 kr. Kassinn. Leiðbeinandi útsöluverð er 3.500 kr. Kassinn þannig að drengirnir fá 1.250 kr. Í sinn hlut á hvern seldan kassa.
Lausfryst flök, roðlaus og beinlaus í 5. kg.kössum. Innkaupsverð er 800 kr. kg eða 4.000 kr. kassinn. Leiðbeinandi útsöluverð er 5.000 kr. kassinn þannig að drengirnir fá 1.000 kr. í sinn hlut á hvern seldan kassa.
Skila má afrifu af meðfylgjandi seðli á æfingu eða senda tölvupóst á finnbogi@icelandic.is eða á runarjonsson@isb.is .
Ýsan er verkuð sérstaklega fyrir FH fjáröflunina þannig að það tekur 10 daga að fá hana afgreidda. Afhending verður fimmtudaginn 18 mars og þá fá drengirnir þá afhentan greiðslumiða með fjárhæð sem þeim ber að greiða.
Greiðsla skal berast inná neðangreindan reikning í síðasta lagi 23. mars með kennitölu drengs. Einnig gott að senda tölvupóst á finnbogi@icelandic.is til staðfestingar á greiðslunni. Greiðsluupplýsingarnar verða einnig settar á afhendingarseðilinn.
Finnbogi Gylfason
kt. 260270-3119
Reikn. 327-26-320
Gangi ykkur vel. Kveðja, Finnbogi & Rúnar
No comments:
Post a Comment