Saturday, February 27, 2010

Dómaranámskeið á mánudaginn

Knattspyrnudeild FH mun í samvinnu við KSÍ halda dómaranámskeið mánudaginn 1. mars kl. 17:30-19:30 í fyrirlestrasal Hvaleyrarskóla. Skyldumæting er fyrir leikmenn í 3. flokki karla og kvenna. Ljúki menn námskeiðinu og nái prófi sem er viku seinna öðlast menn réttindi sem unglingadómarar, þ.e. hafa réttindi til að dæma leiki í yngri flokkum á vegum KSÍ. Talsverð fríðindi fylgja þessu skírteini, t.d. fáið þið frítt inn á leiki í öllum deildum Íslandsmótsins.

Einnig hvetjum við áhugasama foreldra að mæta á að námskeiðið sem er frítt fyrir alla. Þeir verða að skrá sig hjá Steinari Stephensen (steinar@hvaleyrarskoli.is) og 895 7077.

2 comments:

  1. bíddu .. þurfum við að senda steinari póst ?

    -doddi

    ReplyDelete
  2. Nei bara foreldrar sem langar á námskeiðið.

    ReplyDelete