Friday, February 5, 2010

Skráning í íbúagáttina

Minnum á að þann 1. febrúar opnar á ný fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki.

Foreldrar/forráðamenn verða að skrá börn sín í íbúagáttina til þess að fá æfingagjöld niðurgreidd frá bænum fyrir 15. febrúar vegna vorannar.

Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.

Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni, www.hafnarfjordur.is , en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585 5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555 2300.

1 comment:

  1. Kemst ekki á æfingu ... keppa á morgun
    -Birgir Höskulds

    ReplyDelete