Wednesday, February 3, 2010

Minningarstund

Minningarstund um látinn félaga okkar og vin, Orra Ómarsson, verður í Víðistaðakirkju kl. 18 á morgun fimmtudag. Bragi sóknarprestur mun ræða við ykkur og vonandi eigum við góða stund saman.

Minningarstundin er einkum hugsuð fyrir '94 árganginn sem æfðu og léku með Orra annað hvert ár en strákar fæddir '95 eru einnig hjartanlega velkomnir sem og foreldrar ykkar allra.

Það er mikilvægt að vera mættur á réttum tíma á stund sem þessa.

Athugið að þetta er hugsuð fyrir ykkur og jafnvel fyrir stelpurnar í FH sem eru á svipuðum aldri eða fyrrum félaga hans í handboltanum. Ég mun ræða það við viðkomandi þjálfara. Minningarstundina ber ekki að auglýsa á nokkurn hátt, hvorki á Facebook né annarsstaðar.

2 comments:

  1. Er æfingin á fimmtudaginn fyrir allt yngra árið

    Kv.Gummi

    ReplyDelete
  2. herðu það stendur bara í síðustu færslu ..

    -doddi

    ReplyDelete