Thursday, December 17, 2009

Risinn í jólafríinu

Þó svo að hlé sé á skipulögðum æfingum yfir hátíðarnar þá vil ég endilega að þið hreyfið ykkur sem mest, farið í fótbolta, körfu út að hlaupa, skíði eða hvað sem er. Ykkur býðst að vera inni í Risanum ef að þið fylgið ákveðnum reglum.

Eftirfarandi skilaboð eru frá vallarstjóra: "Þeir krakkar sem vilja fara í fótbolta þegar húsið er læst geti leitað til starfsmanna í Kaplakrika og beðið þá um að opna Risann fyrir sig. Starfsmaðurinn myndi þá skrifa niður nafn viðkomanda og þessi viðkomandi væri þá ábyrgur fyrir þeim krökkum sem væru inni í Risanum. Þegar þeir ætla svo að hætta þá myndu þeir slökkva ljósin, læsa hurðunum og tala aftur við starfsfólkið og biðja þau um að strika yfir nafnið sitt. Ekki er gert ráð fyrir því að krakkarnir fái klefa. Þetta er aðeins hugsað fyrir þá krakka sem vilja fara í fótbolta yfir hátíðarnar og taka aukalega á því, sem er bara frábært. Þá daga sem Kaplakriki er lokaður er þetta ekki í boði. Þá er Risinni lokaður."

No comments:

Post a Comment