Eins og þið vitið þá mun Tommy Nielsen vera viðloðandi þjálfun í 3. og 4. flokk karla og kvenna á þessu tímabili. Hugmyndin er sú að hann muni vera eins og gömlu farkennararnir í sveitum landsins í gamla daga, að hann verði 2 vikur í einu hjá hverjum flokki. Hann byrjaði hjá okkur og í fyrri vikunni var hann svona að kynnast ykkur og sjá hvernig hópurinn er.
Í þessari viku fær Tommy lausan tauminn þ.a. hann mun skipuleggja æfingarnar og stjórna þeim - en ég og Jón Páll munum vera honum innan handar. Þetta tel ég að sé gagnlegt, bæði fyrir okkur þjálfarana að sjá kannski nýjar æfingar og áherslur - en ekki síður fyrir ykkur að jafnbesti leikmaður Íslandsmótsins síðustu 7 ár miðli til ykkar af sinni þekkingu og reynslu.
Ég minni á að allur hópurinn er saman á æfingu annað kvöld í Le Giant frá kl. 20:00 - 21:15.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Hvenar fáum við að vita með hópana ?
ReplyDelete--AronElí
Það er hlutur sem við þurfum að endurskoða og ræðst af því hvort við fáum annan æfingatíma á mánudagskvöldum í Risanum.
ReplyDeleteKv. Orri