Thursday, December 15, 2011

Lissabon

Við höfum sett stefnuna á Lisboa-cup 2012

Mótið stendur yfir 25. - 30. júní en við myndum fara 23. júní og koma heim 1. eða 2. júlí.

Gróflega reiknað er kostnaðurinn 150.000 krónur með öllu (flug, ferðir innan Lissabon, mótsgjald, gisting, matur, kostnaður vegna þjálfara og fararstjóra + sameiginlegur sjóður).

Helstu kostirnir við mótið í Lissabon er að leikirnir eru allir á sama svæðinu (nk. Laugardalur Lissabon). Samgöngur eru góðar, vellirnir góðir og stutt á ströndina.

Eftir áramót ætlum við að keyra af stað öfluga fjáröflun. Í foreldraráði eru Björk (mamma Hrólfs) og Jóka (mamma Emils) og Elín (mamma Andrésar). Við getum þó enn við okkur blómum bætt þ.a. þeir sem hafa áhuga endilega hafa samband. Eins verðum við öll að hjálpast að með að benda á eða redda fjáröflunum. Margar hendur vinna létt verk!

Það er ekki nauðsynlegt að staðfesta núna hvaða strákar ætla með en til að gefa okkur hugmynd um fjöldann þá ætlum við að biðja ykkur um að senda okkur tölvupóst ef að það er nokkurn veginn ljóst hvort ykkar strákur ætli með eða ekki í orri@fh.is 

Ef að þið viljið spyrja einhvers frekar þá endilega hringið í okkur þjálfarana eða sendið okkur tölvupóst.

Kveðja  Orri og Davíð.

No comments:

Post a Comment