Sunday, September 11, 2011

Það verða læti lalalalalæti....

Endurtökum leikinn frá því í fyrra þegar við fylltum rútu af bæði leikmönnum 3. flokks, stuðningsmönnum og grúppíum og Grafarvogur var baðaður í FH-litunum og blys lýstu grund í leikslok.

Nú mæta allir sem geta valdið vettlingi og taka með sér eins marga vini og ættingja og þeir geta.  Ég þykist vita að Fjölnismenn komi með öfluga stuðningssveit þannig að þetta verður alvöru úrslitaleiksstemmning á flottasta fótboltavelli á Íslandi!

1 comment: