Þetta var flott hjá ykkur á fimmtudag.
A-liðið átti fínan leik. Við vorum þéttir og börðumst um hvern einasta bolta og uppskeran eftir því, góður 6-2 sigur.Mörkin gerðu: Ingvar 2, Dagur, Böddi, Flóki og Jón Már.
En nú er að halda áfram og einbeita okkur að ÍBV á miðvikudag. Við spiluðum hörkuleik við þá í Faxanum í vor og vitum að við þurfum að vera í baráttuhug til þess að ná góðum úrslitum.
B-liðið átti sömuleiðis fínan leik og unnu 3-0. Við byrjuðum leikinn af miklum krafti og settum þrjú mörk í fyrri hálfleik. Atli Fjölnis setti hann skemmtilega með tánni, Arnar Steinn setti laglegt mark og Oliver skoraði það þriðja eftir að hafa leikið á markmanninn og rennt boltanum í netið. 3-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur var markalaus. Við lékum ágætlega en vantaði kannski meiri grimmd til að setja fleiri mörk en góður sigur engu að síður staðreynd. Það er fín breidd í B-liðinu og allir sem komu við sögu skiluðu góðu verki.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Kemst ekki á æfingu, er kvefaður.
ReplyDelete-Arngrímur
kemst ekki á æfingu á eftir , ég er orðinn slappur.
ReplyDelete-Goði
Kemst ekki á æfingu á þriðjudag, það er útskrift í Víðó klukkan 12
ReplyDeleteDaníel
Ok þið fáið leyfi þar 9. bekkingar í Víðó.
ReplyDeletekemst ekki á æfinguna í dag(þriðjudag)
ReplyDelete-kristófer