B-liðið vann 2-3 baráttusigur á Stjörnuvelli í dag. Það dundi á með miklum hagléljum allan leikinn en við þurfum að vera tilbúnir að fórna okkur í hvaða veðri sem er. Stjarnan komst í 2-0 en Arnar Steinn minnkaði muninn fyrr hlé. Í seinni hálfleik jafnaði Tómas metin með langskoti og Gunnar Davíð innsiglaði sætan sigur 5 mínútum fyrir leikslok eftir góða fyrirgjöf frá Úlfari.
Ég var ánægður með margt hjá okkur í dag. Sérstaklega hvað við bættum okkur í seinni hálfleik að vera agressívari, vera undan í boltann og pressa andstæðinginn. Við gerðum það mjög vel og gáfum Stjörnunni engin grið og uppskárum baráttusigur. Meira af þessu!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment