Monday, February 28, 2011

Selfoss-FH

Það er ljóst að strákarnir höfðu notað bílferðina austur á Selfoss til andlegs undirbúnings. Við vorum með yfirhöndina frá fyrstu mínutu. Vorum þéttir út um allan völl og færðum okkur fram völlinn með beinskeyttum hætti. Markatalan er eitthvað á reyki en fróðir menn segja að við höfum unnið 2-7 en tölur eins og 2-9 hafa einnig heyrst.

Það sem stendur uppúr er að menn mættu með gott hugarfar og kláruðu allar 80 mínuturnar með sóma. Vörnin var örugg með Kristófer Óttar öruggan í búrinu. Sérstaklega var ánægjulegt hve Kristó var vakandi og ávallt tilbúinn að sópa upp fyrir varnarmenn sína. Boltinn rann vel í gegnum miðjuna og við náðum að nýta okkur hraða framlínumannana vel.

Markaskorarar voru margir og gaman væri ef einhver gæti deilt því með okkur ef hann man hverjir voru að setja hann. Við rúlluðum liðinu vel og allir fengu tækifæri til að láta til sín taka. Við þökkum Selfyssingum fyrir snyrtilega búningsklefa og einnig ber að þakka fyrir þennan eina sturtuhaus sem var í lagi.

Meira af þessu strákar.....Og áfram FH

5 comments:

  1. Anton gunnar: 2
    Gunnar davíð: 1
    Sólon : 1
    Oliver: 4
    arnar helgi : 1

    ReplyDelete
  2. Fór til læknis og komst að því að það er skekkja í brotinu og ég verð svæfður í dag og það beinið rétt. Sem þýðir að ég verð lengur frá.

    -Gummi O

    ReplyDelete
  3. Er útihlaup í kvöld?

    ReplyDelete