Wednesday, August 25, 2010

Tvö súr epli

Það voru vonbrigði hjá okkur í kvöld og við þurftum að bíta í súrari epli en Mjallhvít forðum.

A-liðið lék lengstum vel, baráttan var fín, boltinn gekk ágætlega, við sköpuðum okkur færi og vorum sterkari aðilinn lengst af. Hins gáfum við tvö mörk og það er einfaldlega of mikið í jöfnum leik. Heilt yfir var ég samt ánægður með ykkur en við skutum okkur í fótinn. Höldum samt áfram á þessari braut en verum einbeittari í varnarleiknum og mætum tilbúnir til leiks á föstudag.

B-leikurinn var skrýtinn. Fjölnir komst í 0-2 þegar við vorum sofandi í dekkningunni. Við jöfnuðum 2-2 fyrir hálfleik og komumst í 4-2 í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir svaraði með fjórum mörkum. Við vorum einfaldlega slakir í seinni hálfleik gegn vindinum og því fór sem fór. Við töpuðum leiknum og það þýðir ekkert að væla yfir því. Staðan er þannig að ef við við vinnum báða leikina gegn Breiðabliki þá förum við áfram í úrslit. En til þess þurfum við að spila betur en í kvöld.

Það er ekki gaman að tapa en það er líka ákveðin kúnst að svekkja sig ekki of mikið. Tökum það jákvæða með okkur og bætum það sem betur mátti fara. Við erum svo heppnir að það er leikur strax á föstudag! Sjáumst hressir á æfingu á morgun.

Kv. Orri og Heimsi.

2 comments:

  1. Lausir tímar í Kórnum

    Enn eru lausir tímar í Knattspyrnuhúsinu Kórnum, sem er stærsta og fullkomnasta Knatthöll landsins, staðsett við Vallakór í Vatnsendahverfi. Hægt er að leigja heilan, hálfan og fjórðung af velli í þessu glæsilega húsi.

    Einnig eru lausir tímar í glæsilegu íþróttahúsi sem var tekið í notkun síðasta vetur, þar rúmast tveir handboltavellir í fullri stærð og gæti það hentað fyrir minni hópa og fyrir þá sem vilja frekar spila á parketi.

    Boltahópar fá afnot af boltum og vestum á leigutímanum.

    Eru tímarnir ætlaðir fyrir knattspyrnulið, vinnustaði og vinahópa.

    Um er að ræða tíma á virkum dögum kl. 21:00-23:00 og sunnudögum kl. 13:30-22:00

    Hægt er að fá nánari upplýsingar um tímana á netfanginu:

    Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=96424#ixzz0xoyQIfH


    Orri þetta er eitthvað fyrir þig!

    ReplyDelete
  2. kv jón Már hérna að ofan!

    ReplyDelete