Tútú biskup var meðal áhorfenda í Jóhannessarborg í gær þegar Mexíkó tók á móti Ný-Sjálendingum í fyrsta leik B-riðils. Mikil spenna var fyrir leikinn hjá Ný-Sjálendingum (eða þeim hvítu!) sem voru að leika úrslitakeppni HM í fyrsta skipti í 28 ár, eða síðan á HM á Spáni '82 en þá hljóðrituðu þeir þetta skemmtilega lag!
Mexíkó lék í appelsínum varabúningum og tóku strax öll völd á vellinum og Siggi Lopez opnaði markareikning sinn á mótinu með góðu marki en samkvæmt veðbönkum eru líkurnar 1/4 að hann verði markakóngur HM. Nýja-Sjáland fóru smám saman að leika sinn bolta og koma sér inn í leikinn. Það var þó ein hindrun sem þeir komust ekki framhjá en það var Gunni Campos í marki Mexíkó sem varði hvað eftir annað meistaralega. Aggi Aqueiro, sem virðist fæddur með markanef, skoraði annað mark Mexíkó og Siggi Lopez stráði svo saltinu eins og starfsmaður hjá Hafnarfjarðarbæ yfir svellbunka á köldum vetrardegi og skoraði þriðja markið. Athygli vakti miðvarðarpar Mexíkó sem gaf fá færi á sér!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
hahahahaha Tútú biskup :'D
ReplyDeletevill minna á það að ég og gulli vorum þetta miðvarðapar:D kv Böddi
ReplyDeleteMá segja það að það hafi ei fáir boltar strandað á okkur félögunum
ReplyDeleteKv. Gunnlaugur
mikið rétt enda höfðingjar heim að sækja kv Böddi
ReplyDeletekomst ekki a æfingu i dag. var einhver spurningakeppni i setbergsskola sem eg keppti i.
ReplyDeletekv aggi