Sunday, November 29, 2009

Gremio hafði sigur í brasilísku deildinni


Á föstudag var spilaður Brazza-bolti á seinni æfingunni (ekki nógu margir til að taka Brazza-bolta á fyrri æfingunni). Brasilískt þema var í boði. Sao Paulo, Flamengo og Gremio.

Flamengo var með stjörnum prýtt lið, feykilega sterkir á hinum margfræga pappír, Galaticos. Þeir byrjuðu af krafti og virtust óstöðvandi. En um mitt mót var ljóst að Gremio hugðust ekki taka sigurgöngu Flamengo-pilta þegjandi og hljóðalaust og líkt og skugginn skriðu þeir fram úr þeim undir lokin. Sao Paulo virtust þotuþreyttir til að byrja með en mótið var spilað í Ríó, borg Flamengó, en þeir skiluðu samt þremur sigrum í hús. Í lokaleiknum mættust Flamengó og Gremíó og fór leikurinn fram í janúar þegar Kjötkveðjuhátíðin stóð sem hæst. Þrátt fyrir gríðarlega stemmningu á Maracanavellinum náði Flamengó ekki að knýja fram sigur og Gremio fagnaði nokkuð óvæntum, en góðum sigri.

3 comments:

  1. Dómaraskandall vilja menn meina! Kv Böddi

    ReplyDelete
  2. Heyrðu kem ekki á æfingu er meiddur kv Gunnar D

    ReplyDelete
  3. böddi hvað menn? kanski þeir!? haha

    ReplyDelete