Sæl öll.
Þá er búið að manna foreldraráð 3. flokks. Þetta er hörkuteymi; Valur (pabbi Vals Ella), Pálmi (pabbi Jóns Helga), Brynhildur (mamma Sveins) og Doddi senior (pabbi Dodda junior). Athugið að ef fleiri vilja bætast í foreldraráðið er það meira en velkomið.
Hlutverk foreldraráðs í hverjum flokki er fyrst og fremst að aðstoða þjálfara við að halda utan um starfið, skipuleggja fjáraflanir og virkja aðra foreldra til þáttöku. Eins er fulltrúi frá foreldraráði í 3. flokki tengiliður við barna- og unglingaráð.
Það er alltaf farsælast og skemmtilegast í félagssarfi að flestir séu með og viljum við því hvetja foreldra til að vera virk. Góðar hugmyndir og ábendingar er velkomnar.
Þrátt fyrir að við förum ekki í keppnisferð til útlanda næsta sumar er nauðsynlegt að vera með einhverjar fjáraflanir í gangi vegna verkefna sumarsins. Planið er að foreldraráðið hittist í næstu viku og í kjölfarið verða þau í sambandi við foreldra um það sem er framundan.
Kveðja, þjálfarar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Hvenær er næsta æfing
ReplyDeletekv.