Tuesday, October 23, 2012

SKRÁNINGAR- OG INNHEIMTUVIÐVÖRUN

Hafnarfjörður 22. október 2012

Kæru foreldrar og forráðamenn

Við viljum byrja á að þakka þeim sem nú þegar hafa skráð og greitt æfingargjöld fyrir börnin sín. Því miður eru enn alltof margir, tæplega 40%, sem hafa ekki gengið frá greiðslu æfingargjalda. Ákveðið hefur verið að framlengja opnun á greiðslu fyrir heilt ár – sem er mun ódýrari valkostur í flestum flokkum – til 1. nóvember. 
Frá 1. nóvember hafa þeir sem ekki eru skráðir í félagið og greitt æfingargjöld ekki leyfi til að keppa fyrir hönd félagsins.
Stjórn BUR vill gjarnan nýta krafta sína til að efla starfið innan félagsins í stað þess að eyða allri orku í að innheimta æfingargjöldin í allan vetur. Keppnisbann er neyðaraðgerð sem við vonum að ekki þurfi að beita.
Við hvetjum því alla til að ganga frá skráningu og greiðslu strax undir Mínar síður á www.hafnarfjordur.is
Með FH kveðju - Stjórn BUR.

No comments:

Post a Comment