Monday, June 4, 2012

Punktar frá foreldrafundi 24. maí sl.

Sælir ágætu foreldrar. Hér eru nokkrir punktar frá foreldrafundinum vegna Lissabon 24. maí sl.
 
I. Ákveðið var að taka rútu til Keflavíkur en foreldrar sækja strákana þegar þeir koma heim.
 
II. Ákveðið var að strákarnir færu í ferðagalla. Svartar Adidas-stuttbuxur með renndum vösum og hvítur Adidas-bolur. Þetta tvennt fáum við á góðu verði; 6.500 kr. alls + merking þ.a. þetta kostar sennilega um 8.000 kr. Ef einhver er vel tengdur í fyrirtæki þá væri glæsilegt að fá styrk og við myndum setja lógóið á bolinn!
 
III. Nauðsynlegt er að strákarnir útfylli sjúkratryggingarkort sem hægt er að nálgast á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands
 
IV. Sameiginlegi sjóðurinn er um 7.000 kr. á mann sem er ansi tæpt. Ákveðið var að hækka hann um 5.000 kr. á mann. Við þurfum að kaupa t.d. vörur í sjúkratösku, vatn og ávexti úti og jafnvel mat í stoppinu í Köben á leiðinni út og heim. Það er víst betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og strákarnir eiga þá pening inni ef það verður afgangur. 
 
V. Rætt var um að brýna sérstaklega fyrir strákunum nauðsyn þess að bera á sig sólarvörn svo þeir brenni ekki illa. 
 
VI. Við ætlum að hafa okkar síðustu fjáröflu "Maraþonbolta" föstudaginn 15. júní en þá spila strákarnir fótbolta með einum eða öðrum hætti í 12 hálfan sólarhring og verða búnir að safna áheitum. Ef þeir eru duglegir ættu þeir að geta rakað inn peningum því kostnaður á móti er enginn. 
 
VII. Þeir sem vilja kaupa sér FH-keppnistreyjur geta keypt þá nú í gegnum unglingaráð og munu þær kosta um 5.000 kr. með merkingu. Strákarnir þurfa að láta þjálfara vita af því í síðasta lagi fimmtudaginn 7. júní. Þeir sem vilja kaupa dýrari treyjur, stutterma eins og mfl. karla verða að gera það í gegnum Músík & sport á þeim kjörum sem þar bjóðast.
 
VIII. Fararstjórar verða þeir Úlfar (pabbi Kristófers Óttars) og Þórður (pabbi Þórðar). Þeir eru sjóaðir í þessum bransa þannig að strákarnir eru í traustum höndum.
 
Best er að millifæra þessar tvær greiðslur þ.e. 5.000 kr. í sameiginlegan sjóð og 8.000 kr. vegna ferðagalla, alls 13.000 krónur, á reikninginn sem við höfum verið að nota: 0327-26-6666. Kt.:0102613769. Munið að skrifa nafn leikmanns í skýringum.
 
Í næstu viku munum við svo senda út dagskrá og nánari upplýingar.
adeus (bless á portúgölsku!) -
Þjálfarar

1 comment:

  1. það verður ansi erfitt fyrir unglinga að hanga á Kastrup í 7 til 8 tíma!

    ReplyDelete