Kaflaskiptur leikur gegn Aftureldingu í gær. Við vorum slakir í fyrri hálfleik og náðum engum takti í okkar leik. Við vorum ekki nógu samtaka í varnarleiknum, unnum enga skallabolta og vorum undir í baráttunni um boltann. Að auki var dekkningin slök í föstum leikatriðum og við vorum heppnir að fá ekki á okkur mark. Sóknarleikurinn var líka slakur. Við héldum boltanum illa, sendingar voru slakar og það vantaði meiri ógnun fram völlinn. Við náðum þó að skora laglegt mark þegar Doddi komst upp vænginn og átti fína fyrirgjöf á Bjarka sem var mættur á skilaði boltanum laglega í netið.
Seinni hálfleikur var miklu betri og við vorum sterkari aðilinn. Við vorum miklu grimmari á miðsvæðinu og náðum tökum á dekkningunni og varnarfærslunum. Það var líka miklu betri hreyfing á okkur í sóknarleiknum og við fórum að láta boltann rúlla. Afturelding náði að vísu að jafna leikinn en Anton Freyr tryggði okkur sigurinn 15 mínútum fyrir leikslok þegar hann stýrði fyrirgjöf Hákons í netið. Við börðumst svo vel og stýrðum drekkhlaðinni sigurskútu í höfn.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Kem ekki í dag er meiddur
ReplyDeletekv.Hrólfur
kem ekki í dag né á morgun er hjá pabba uppíbústað
ReplyDeleteTómas Orri