Saturday, May 5, 2012

Happdrætti!

Okkur býðst að selja happdrættismiða fyrir FH sem fjáröflun fyrir Portúgal. Miðinn kostar 2.500 kr. og þið fáið sjálfir 1.500 krónur í ykkar hlut sem er góður díll. Ef þið seljið t.d. 20 miða þá er það 30.000 krónur!

Við ætlum að vera duglegir að selja á leiknum FH-Grindavík á morgun og það er FH-dagur þ.a. það verða örugglega margir í Kaplakrika. Þeir sem eiga eftir að fá miða geta náð í þá kl. 18:30 hjá Helga formanni unglingaráðs við innganginn í Kaplakrika (til hægri leið og gengið er inn).

Endilega nýtið ykkur tækifærið á morgun og verið duglegri að selja. Það er syndir enginn höfrungur framhjá síldartorfu.

No comments:

Post a Comment