Tap og sigur í dag gegn ÍBV. Úrhellisrigning og rok settu svip sinn á leikina, sérstaklega A-leikinn. Við vorum slakir í fyrri hálfleik og fengum á okkur tvö ódýr mörk. Seinni hálfleikur var mun betri, við sóttum stíft og Sólon minnkaði muninn þegar um 20 mínútur voru eftir en við náðum ekki að skora annað mark.
Í fyrri hálfleik héldum við breiddinni ekki nægilega vel en gerðum það betur í seinni hálfleik en það kannski vantaði meiri gæði í seinasta þriðjungnum, betri sendingar og betri hlaup.
Við verðum einfaldlega að vera mæta grimmari til leiks, vera kraftmeiri og láta til okkar taka inná vellinum. Mér fannst vanta meiri talanda og stemmningu. Bætum þetta í næsta leik; hvetjum hvern annan og tölum saman inná vellinum!
B-leikurinn var virkilega góður leikur að öllu leiti nema að við nýttum færin ekki nægilega vel. Við leiddum 2-1 í hálfleik og bættum síðan við 4 mörkum í seinni hálfleik og unnum góðan 6-1 sigur. Ég held að Siggi Ó hafi sett 2, Guðbjörn 2, Kormákur 1 og Antonio 1. En fínn leikur hjá ykkur, góð barátta og vinnsla og spilið fylgdi í kjölfarið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment