Monday, March 12, 2012

Dómaranámskeið

Knattspyrnudeild FH hefur ákveðið að halda dómaranámskeið í samvinnu við KSÍ. Miðvikudaginn 14. mars kl. 18.00 – 20.00 í Kaplakrika.
Fyrirkomulag:

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við FH í Kaplakrika miðvikudaginn 14. mars kl. 18.00. Aðaláherslan á námskeiðinu verða knattspyrnulögin en auk þess kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi þriðjudaginn 20. mars kl. 18.00.  Námskeiðið er ókeypis.
Gefur námskeiðið réttindi til þess að dæma sem "unglingadómari", en það er dómgæsla og aðstoðardómgæsla í yngri flokkum í fótbolta. Talsverð fríðindi fylgja því að hafa þessi réttindi en handahafar dómaraskírteinis fá frítt (eftir 10 leiki dæmda) inná alla leiki í Íslandsmóti í öllum deildum.

Það er alltaf mikil þörf fyrir góða knattspyrnudómara og hverjum þeim knattspyrnumanni sem hyggst reyna að ná langt á knattspyrnuvellinum sjálfum er það hollt að setja sig í spor dómarans, þekkja knattspyrnulögin og þær forsendur sem dómarar byggja ákvarðanir sínar á. Þá er það ekki síður mikilvægt fyrir foreldra og stuðningsmenn hvers félags að hafa grunnþekkingu á knattspyrnulögunum, þannig verða þeir hæfari til að miðla réttum ábendingum til ungra og eldri knattspyrnumanna.

Þá er sjálfsagt að benda á að ekki er síður verið að höfða til þess að stúlkur/konur sæki knattspyrnudómaranámskeið. Vonandi sjá foreldrar iðkenda sér fært um að mæta á þetta námskeið. Því knattspyrnudeild FH þarf sjá um að dómarar og aðstoðardómarar komi á heimaleiki félagsins. Yfir sumarið eru þetta um 200 leikir og það stefna hjá FH að dómaramálin hjá félaginu séu í góðu lagi. Það væri því mjög gott ef einhverjir foreldrar sjái sér fært um að mæta og taka dómarapróf með það í huga að aðstoða við dómgæslu síðar meir. Því fleiri foreldrar sem mæta því auðveldara er að manna leiki í sumar.
 
Kveðja - Steinar Stephensen yfirmaður dómaramála hjá Knattspyrnudeild FH.

No comments:

Post a Comment